Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mið 27. maí 2015 06:00
Hafliði Breiðfjörð
Fótboltagolfvöllur á Þórisstöðum í Hvalfirði
Mynd: Aðsend
Um helgina var opnaður nýr Fótboltagolfvöllur á Þórisstöðum í Hvalfirði sem ber nafnið Pepsívöllurinn.

Það eru þau Elvar Grétarsson og Alla Sigurðardóttir sem reka ferðaþjónustuna á Þórisstöðum þar sem margt er hægt að gera sér til afreyingar.

Á þórisstööum er stórt tjaldsvæði, fjórhjólaleiga, vatnaveiði,kaffihús og nú 12 holu fótboltagolfvöllur.

Við tókum okkur til og breyttum 9 holu golfvelli sem var á staðnum, stækkuðum holurnar, styttum sumar brautirnar og erum nú komin með 12 holu völl sem verður orðin 18 holur í sumar.

Fótboltagolf er gríðalega vinsælt sérstaklega í Danmörku og það er von okkar Pepsívöllurinn á Þórisstöðum eigi eftir að vera eftirsóttur því að þetta er heilmikið fjölskyldusport og svo er tilvalið fyrir íþróttalið að koma með heilu flokkana í heimsókn og taka keppni í fótboltagolfi. Reglunar í þessu sporti eru þær sömu og í golfi nema að í stað þess að skjóta kúlu með kylfu notar þú fæturnar og fótbolta.

Í sumar verða svo haldin fótboltagolfmót sem verða auglýst síðar.

Þeir sem hafa áhuga á að prófa geta haft samband við Elvar gsm 691-2272 eða á Facebook https://www.facebook.com/snilldarferdir.is.
Athugasemdir
banner
banner
banner