Zidane hefur augastað á Man Utd - Guimaraes áfram hjá Newcastle - Bayern hefur ekki rætt við Rangnick
   mið 27. maí 2015 17:30
Arnar Daði Arnarsson
Hin hliðin - Írunn Þorbjörg Aradóttir (Stjarnan)
Írunn Þorbjörg Aradóttir, leikmaður Stjörnunnar.
Írunn Þorbjörg Aradóttir, leikmaður Stjörnunnar.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Írunn Þorbjörg Aradóttir, leikmaður Stjörnunnar sýnir á sér hina hliðina í dag.

Írunn er á 21 aldursári og er að hefja sitt sjöunda tímabil með meistaraflokki Stjörnunnar.


Fullt nafn: Írunn Þorbjörg Aradóttir

Gælunafn sem þú þolir ekki: Íbba Tobba er hræðilegt

Aldur: 21 árs

Giftur/sambúð: Í sambandi

Börn: Nei

Kvöldmatur í gær: Grillað lambakjöt og sætar kartöflur

Uppáhalds matsölustaður: Ætli það sé ekki bara Saffran og Caruso.

Hvernig bíl áttu: Gráan Toyota Corolla

Besti sjónvarpsþáttur: Modern family og svo fæ ég aldrei nóg af Friends.

Uppáhalds hljómsveit: Þessa stundina er ég mest að hlusta á Ed Sheeran

Uppáhalds skemmtistaður: Stunda þá lítið

Frægasti vinur þinn á Facebook: Markavélin Harpa Þorsteins

Hvernig hljómar síðasta sms sem þú fékkst: "Já er á leiðinni"

Hefurðu tekið dýfu innan teigs: Nei ég er ekki mikið í dýfunum

Hvaða liði myndir þú aldrei spila með: Aldrei að segja aldrei en ég myndi seint spila með Breiðablik

Besti leikmaður sem þú hefur mætt: Sara Björk, þegar hún spilaði með Blikum áður en hún fór út

Mest óþolandi leikmaður sem þú hefur mætt: Dettur enginn í hug

Sætasti sigurinn: Fyrsti Íslandsmeistaratitillinn 2011 var virkilega sætur

Mestu vonbrigðin: Að hafa ekki komist í næstu umferð í meistaradeildinni í fyrra eftir að við spiluðum í Rússlandi

Uppáhalds lið í enska: Grjótharður poolari

Ef þú fengir að velja einn leikmann úr öðru íslensku liði í þitt lið: Væri gott að vera með Rakel Hönnudóttir í liði

Fyrsta verk ef þú yrðir formaður KSÍ: Fá fleiri leiki fyrir U-23 ára landsliðið og breyta Pepsi kvenna í 12 liða deild.

Efnilegasti knattspyrnumaður landsins: Hulda Hrund í Fylki

Fallegasti knattspyrnumaðurinn í deildinni: Agnar Darri Sverrisson í Víking

Fallegasta knattspyrnukonan: Elín Metta í Val

Besti íþróttalýsandinn: Gummi Ben er bestur

Hver er mesti höstlerinn í liðinu: Það eru 96 módelin í liðinu, ekki spurning. Enginn sem kemst með tærnar þar sem þær eru með hælana.

Uppáhalds staður á Íslandi: Vík í Mýrdal er topp staður.

Segðu okkur frá skemmtilegu atviki sem gerst hefur í leik: Það var í fyrra þegar við kepptum næsta leik í deildinni eftir að hafa unnið úrslitaleikinn í bikarnum. Ég tók búningatöskurnar heim eftir bikarleikinn og steingleymdi þeim í skottinu á bílnum. Hálftíma fyrir mætingu fattaði ég þetta og hringdi í Óla þjálfara. Siggi dúlla reddaði þessu með því að skola af búningunum. En þeir náðu ekki að þorna fyrir leik þannig þetta endaði með því að við kepptum í blautum búningum, með myglublettum á, angandi af kampavínslykt. Eftir þetta þurfti ég aldrei aftur að sjá um búningana, sem voru með myglublettum á restina af tímabilinu.

Hvenær lékstu þinn fyrsta leik með meistaraflokki: Sumarið 2009 á móti KR í bikarnum

Besta við að æfa fótbolta: Félagsskapurinn, tilfinningin að vinna leiki, útiveran og hreyfingin.

Hvenær vaknarðu á daginn: Reyni að vakna um níu leytið en á það til að snooza soldið oft ..

Fyrir utan knattspyrnu, fylgist þú með öðrum íþróttum: Já reyni að fylgjast með handbolta og þegar Ólympíuleikarnir eru í gangi þá horfi ég mikið á frjálsar

Hvenær borgaðir þú þig síðast inn á knattspyrnuleik: Ætli það hafi ekki verið síðasta sumar

Í hvernig fótboltaskóm spilar þú: Spila núna í hvítum nike vapor

Í hverju varstu/ertu lélegastur í skóla: Hef aldrei verið góð í sögu og jarðfræði enda ekki skemmtileg fög

Vandræðalegasta augnablik: Þegar ég mætti fyrsta skóladaginn í Versló og strákarnir í bekknum ákváðu að skella myndbandi frá lokakeppni u-17 upp á skjávarpa þar sem leikurinn endaði 8-2 fyrir Þýskalandi. Var frekar óþægilegt að sitja í stofunni og rifja þetta upp. Þetta myndband er með rúmlega 20 milljón views á youtube.

Skilaboð til Freys: Áfram Ísland

Viltu opinbera leyndarmál að lokum: Nei
Athugasemdir
banner
banner