Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mið 27. maí 2015 18:00
Fótbolti.net
Markvörður Fjarðabyggðar hefði átt að fá rautt
Kile Kennedy markvörður Fjarðabyggðar.
Kile Kennedy markvörður Fjarðabyggðar.
Mynd: Fótbolti.net - Ómar Vilhelmsson
Fótbolti.net er með sérfræðingahorn á síðunni þar sem lesendur geta sent inn fyrirspurnir um allt sem tengist fótbolta á einhvern hátt.

Magnús Ásgrímsson spurði út í atvik í bikarleik Leiknis F. og Fjarðabyggðar um daginn. Jóhannes Valgeirsson fyrrum dómari sá um að svara.

Kile Kennedy, markvörður Fjarðabyggðar, sparkaði boltanum þá í átt að leikmönnum Leiknis þegar þeir fögnuðu jöfnunarmarki.

Hér er slóð á vídeó af atviki í bikarleik Leiknis og KFF um daginn.
Hvað segir sérfræðingahornið um tilburði markvarðar KFF eftir mark Leiknis? Ætti þetta ekki að vera mun rauðara spjald en það sem Fabregas fékk um daginn?

Það að sparka knettinum í andstæðing með þessum hætti sem myndbandið sýnir, ætti að vera tilefni til brottvísunar af hendi dómarans.
Flokkast undir 12. grein knattspyrnulaganna og heitir "Ofsaleg framkoma"
Athugasemdir
banner
banner