Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   mið 27. maí 2015 15:00
Arnar Daði Arnarsson
Pepsi-deildin
Stærðfræðikennarinn mætti nemenda sínum
Heiðar og Atli í baráttunni í gær.
Heiðar og Atli í baráttunni í gær.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Það var skemmtileg barátta á milli Heiðars Ægissonar hægri bakvarðar Stjörnunnar og Atla Guðnasonar sóknarmanns FH í stórleik umferðarinnar í Pepsi-deild karla í gær.

Það sem gerir baráttuna athyglisverða er að Atli Guðnason kenndi Heiðari stærðfræði í Fjölbrautaskólanum í Garðabæ.

„Það er frekar fyndið. Hann kenndi mér í tveimur áföngum og ég flaug í gegnum þá. Það var lítið mál, enda er Atli fínasti kennari," sagði Heiðar.

„Hann er rólegur kennari. Hann var ekkert mikið að velta því fyrir sér, þó við strákarnir værum ekki að læra allan tímann. Sem var mjög þægilegt."

Heiðar var enn í 2. flokki Stjörnunnar þegar Atli kenndi honum stærðfræði. Atli kom þó og kenndi honum tvo tíma í fyrra í afleysingum, stuttu eftir að Stjarnan tryggði sér Íslandsmeistaratitilinn eftir sigur á FH í hreinum úrslitaleik.

„Ég lét það alveg vera að vera bögga hann með því."

Heiðar sagði að það hafi verið skemmtilegt að kljást við fyrrum stærðfræðikennarann sinn í gær.

„Ég lét aðeins finna fyrir mér, ekkert meira en venjulega. Hann minnti aðeins á sig þegar hann var að fara framhjá manni," sagði Heiðar að lokum.
Athugasemdir
banner
banner
banner