mið 27. maí 2015 21:45
Arnar Geir Halldórsson
Heimild: Dortmund 
Subotic framlengir við Dortmund
Harðjaxl
Harðjaxl
Mynd: Getty Images
Serbneska varnartröllið, Neven Subotic, hefur gert nýjan þriggja ára samning við Borussia Dortmund.

Subotic sem er 26 ára gamall hefur leikið tæplega 200 deildarleiki fyrir Dortmund eftir að hafa komið til félagsins frá Mainz árið 2008.

Hann hefur reglulega verið orðaður við lið á borð við Real Madrid, Arsenal, Chelsea og fleiri en hefur nú framlengt samning sinn við Dortmund til ársins 2018.

„Ég er mjög ánægður með ákvörðun mína að vera áfram hjá Dortmund. Félagið er orðið að mínu öðru heimili. Ég hlakka til farsællar framtíðar með félaginu og okkar frábæru stuðningsmönnum. Við ætlum okkur stóra hluti og ég vil vera mikilvægur hluti í þeim", sagði Subotic við undirskriftina.

Subotic hefur spilað 35 leiki í öllum keppnum á tímabilinu en liðið olli miklum vonbrigðum í deildarkeppninni þar sem liðið endaði í 7.sæti eftir að hafa verið í fallsæti lengi framan af.

Dortmund fær þó tækifæri til að bjarga tímabilinu að einhverju leyti um næstu helgi þegar liðið mætir Wolfsburg í bikarúrslitum.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner