Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   mið 27. maí 2015 20:05
Arnar Geir Halldórsson
Heimild: FIFA 
Yfirlýsing Blatter: Fögnum aðgerðunum
Öll spjót beinast að þessum manni
Öll spjót beinast að þessum manni
Mynd: Getty Images
Sepp Blatter, forseti Alþjóða knattspyrnusambandsins FIFA, hefur gefið út yfirlýsingu vegna atburða dagsins.

Yfirlýsinguna má lesa í heild sinni hér fyrir neðan.

Þetta er erfiður tími fyrir fótboltann, stuðningsmenn og fyrir FIFA sem stofnun. Við skiljum vonbrigðin og vitum að atburðir dagsins munu hafa áhrif á það hvernig fólk horfir á okkur.

Eins og þessir atburðir eru óheppilegir ætti það að vera öllum ljóst að við fögnum aðgerðunum og rannsóknum bandarískra og svissneskra yfirvalda og við trúum því að þær muni hjálpa til við að efla þau úrræði sem FIFA hefur nú þegar reynt að nota til að eyða ranglætinu úr fótboltanum.

Það eru margir ósáttir með framvindu þessa máls en ég vil árétta það að við höfum tekið þátt í aðgerðunum og munum halda því áfram. Raunar má segja að aðgerðir svissneskra yfirvalda í dag eigi rætur sínar að rekja til þess að við sendum þeim gögn í lok síðasta árs.

Ég vil fá eitt á hreint. Óréttlæti á ekki heima í fótboltanum og við munum tryggja það að þeir sem taka þátt í slíku verða látnir fara. Eftir atburði dagsins var siðanefndin fljót til og setti tímabundið bann á þá einstaklinga sem eru til rannsóknar. Þessar aðgerðir eru í anda þess sem FIFA hefur unnið eftir á síðustu árum til að útiloka þá félagsmenn sem eru að brjóta á okkar siðareglum.

Við munum halda áfram að vinna með yfirvöldum og við munum vinna kröftuglega innan FIFA til að koma í veg fyrir hvers kyns misferli og vinna að því að endurheimta traustið og tryggja að fótboltinn um allan heim sé laus við óréttlæti.



Sjá einnig:
Sex stjórnendur FIFA handteknir - Blatter ekki tekinn
Twitter um FIFA: Spilaborgin að hrynja
Húsleit hjá FIFA
Fréttamannafundur FIFA: Forsetakjörið mun fara fram
UEFA óskar eftir að kjöri forseta FIFA verði frestað

Athugasemdir
banner
banner
banner