Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fös 27. maí 2016 17:40
Elvar Geir Magnússon
Allt sem þú þarft að vita um úrslitaleik Real og Atletico
Antoine Griezmann lykilmaður Atletico.
Antoine Griezmann lykilmaður Atletico.
Mynd: Getty Images
Leikið verður á San Siro í Mílanó.
Leikið verður á San Siro í Mílanó.
Mynd: Getty Images
Stórleikja Ronaldo.
Stórleikja Ronaldo.
Mynd: Getty Images
Real Madrid reynir að vinna sinn ellefta Evrópumeistaratitil þegar liðið mætir grönnum sínum í Atletico Madrid í úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu annað kvöld í Mílanó. Real er sigursælasta lið í sögu keppninnar en hafa aðeins unnið einu sinni í síðustu tíu viðureignum þessara liða.

Hvenær er leikurinn og hvar get ég séð hann?
Leikurinn verður 18:45 á morgun laugardag að íslenskum tíma. Stöð 2 Sport sýnir leikinn í opinni dagskrá. Auk þess verður hægt að sjá leikinn á öllum sportbörum landsins.

Fréttir af liðunum:

Real Madrid: Varnarmaðurinn Raphael Varane er eini leikmaður þessara liða sem er útilokaður frá leiknum. Hann er meiddur á læri. Cristiano Ronaldo gat ekki klárað æfingu í vikunni en segist vera til í slaginn gegn Atletico. James Rodriguez og Alvaro Arbeloa ættu einnig að vera klárir.

Atletico Madrid: Diego Godin hefur jafnað sig eftir meiðsli á læri og eru það góðar fréttir fyrir Atletico.

Ástæður fyrir stuðningsmenn Real að vera bjartsýnir:
- Cristiano Ronaldo, Gareth Bale og Karim Benzema eru allir heilir.
- Real Madrid hefur unnið Meistaradeildina tíu sinnum en Atletico aldrei. Taugarnar hjá Zidane og hans mönnum ættu að vera sterkari.
- Real Madrid er í fínu formi í aðdraganda leiksins, níu sigurleikir og eitt jafntefli í síðustu tíu leikjum.

Ástæður fyrir stuðningsmenn Atletico að vera bjartsýnir:
- Atletico hefur aðeins tapað einum af síðustu tíu leikjum gegn Real Madrid síðan liðin mættust í úrslitaleik Meistaradeildarinnar 2014.
- Real Madrid hefur aðeins skorað tvö mörk í fimm síðustu leikjum gegn Atletico.
- Antoine Griezmann er heitur, með 13 mörk í 18 síðustu leikjum.

Síðustu fimm viðureignir liðanna:
Real Madrid 0-1 Atletico Madrid (Febrúar 2016)
Atletico Madrid 1-1 Real Madrid (Október 2015)
Real Madrid 1-0 Atletico Madrid (Apríl 2015)
Atletico Madrid 0-0 Real Madrid (Apríl 2015)
Atletico Madrid 4-0 Real Madrid (Febrúar 2015)

Síðustu fimm leikir Real Madrid:
Deportivo 0-2 Real Madrid (La Liga)
Real Madrid 3-2 Valencia (La Liga)
Real Madrid 1-0 Manchester City (CL)
Real Sociedad 0-1 Real Madrid (La Liga)
Manchester City 0-0 Real Madrid (CL)

Síðustu fimm leikir Atletico Madrid:
Atletico Madrid 2-0 Celta Vigo (La Liga)
Levante 2-1 Atletico Madrid (La Liga)
Bayern München 2-1 Atletico Madrid (CL)
Atletico Madrid 1-0 Rayo Vallecano (La Liga)
Atletico Madrid 1-0 Bayern München (CL)

Lykilmaður Real Madrid: Cristiano Ronaldo
Hver annar?

Einhverjir óttuðust að hann gæti ekki spilað vegna meiðsla en þær áhyggjur eru farnar virðist vera og hann ætti að vera með frá byrjun. Skoraði sigurmarkið í El Clasico á Nývangi í apríl.

Lykilmaður Atletico Madrid: Antoine Griezmann
Franski sóknarmaður Antoine Griezmann er helsta ógn Atletico fram á við. Þessi 25 ára sóknarmaður hefur skorað 32 mörk á þessu tímabili og mörg hver verið ansi mikilvæg. Mörk hans réðu úrslitum gegn Barcelona og Bayern München.

Hraði og tækni Griezmann munu skapa hættu fyrir vörn Real.

Lengjan:
Real Madrid: 2,1
Framlenging: 2,7
Atletico Madrid: 2,75

Hvað segja stjórarnir:

Zinedine Zidane, stjóri Real Madrid:
„Það er ekki nóg að vera bara með boltann. Við erum að fara að mæta liði sem verst mjög vel og er með gríðarlega liðsheild. Pressan er alltaf mikil þegar þú ert stjóri Real Madrid."

Diego Simeone, stjóri Atletico Madrid:
„Real Madrid hefur spilað gríðarlega vel í þessari keppni á tímabilinu og nýtt skyndisóknirnar gríðarlega vel. Taktískt hefur liðið verið mjög gott."
Athugasemdir
banner
banner
banner