„Það var gaman að vera á Selfossi í gær og strákarnir fengu sem betur fer að upplifa það," sagði Gunnar Borgþórsson, þjálfari Selfyssinga, við Fótbolta.net í dag en liðið sló KR úr leik í Borgunarbikarnum í vikunni.
Selfyssingar drógust gegn 3. deildarliði Víðis frá Garði í 16-liða úrslitunum.
„Við vorum að tala um það yfir heiðina áðan að það væri flott að fá heimaleik á móti annað hvort FH, stærsta liðinu í pottinum, eða Víði þar sem mestu líkurnar eiga að vera gegn þeim ef við erum raunsæir."
Gunnar fór í úrslit Borgunarbikarsins í fyrra og hitteðfyrra með kvennalið Selfoss. Ætlar hann alla leið með karaliðið líka? „Það er fullt snemmt að spá fyrir um svoleiðis en karlaliðið fer einhverntímann í úrslitaleik," sagði Gunnar en hann er mikill bikarmaður.
„Það er gaman að gera hefð í kringum þetta, dressa sig upp, fá gott að borða og svona," sagði Gunnar léttur.
Hér að ofan má sjá viðtalið í heild sinni.
Athugasemdir