Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fös 27. maí 2016 11:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Stjórnarformaður Bayern hvetur Götze til að fara
Fer Götze frá Bayern?
Fer Götze frá Bayern?
Mynd: Getty Images
Karl-Heinz Rummenigge, stjórnarformaður Bayern München, segist hissa á þeirri ákvörðun Mario Götze að vera áfram hjá félaginu og hvetur leikmanninn til að hugsa sig betur um.

Hinn 23 ára gamli Götze á eitt ár eftir af samningi sínum hjá Bayern og búist var við því að hann myndi yfirgefa félagið í sumar, en Liverpool og Borussia Dortmund hafa verið nefndir sem hugsanlegir áfangastaðir.

Götze hefur valdið vonbrigðum síðan hann kom til Bayern og viðist ekki vera í plönum Carlo Ancelotti, nýs stjóra Bayern.

Götze gaf það þó út á dögunum að hann ætlaði að vera áfram hjá Bayern og berjast fyrir sæti sínu, en Rummenigge hvetur hann nú til að hugsa sig betur um.

„Við létum Mario vita hvað við viljum, hann veit hvað félagið vill og hann veit hvað nýji þjálfarinn vill gera," sagði Rummenigge.

„Mario þarf að hugsa um sjálfan sig og hvort hann vilji fá að spila mikið."
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner