fös 27. maí 2016 05:55
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Vináttulandsleikir um helgina - Undirbúningur fyrir EM
Rashford gæti spilað sinn fyrsta landsleik í dag
Rashford gæti spilað sinn fyrsta landsleik í dag
Mynd: Getty Images
Portúgalir mæta Norðmönnum
Portúgalir mæta Norðmönnum
Mynd: Getty Images
Það er komið sumar og það styttist óðum í Evrópumótið og Suður-Ameríku bikarinn. Því eru hin ýmsu landslið að fara að spila vináttulandsleiki í undirbúningi fyrir þessi mót.

Það verða nokkrir vináttulandsleikir spilaðir um helgina, en ef farið er yfir þá helstu þá eru þeir 24 sem spilaðir eru um þessa helgi.

Við Íslendingar veitum kannski helsta athygli að mótherjum okkar á EM og Englendingum. Englendingar eiga einmitt leik í dag á móti Áströlum, en áhugavert verður að verður að sjá hvernig sá leikur spilast. Englendingar munu líklegast mæta með mikið breytt lið til leiks og mun til að mynda Marcus Rashford, sóknarmaður Man. Utd spila sinn fyrsta landsleik.

Á laugardaginn er ekkert sérstaklega mikið um að vera, en leikur Sviss og Belgíu ætti þó að vera ágætis skemmtun.

Sunnudagurinn er heldur skemmtilegri. Heimsmeistarar Þjóðverja mæta Slóvökum sem munu einnig spila á EM á meðan Spánverjar mæta Bosníu og Herzegóvínu. Aðalsjónir okkar Íslendinga verða þó líklega á leik Portúgala og Norðmanna, en Portúgalir eru með Íslendingum í riðli á EM og mætum við þeim í fyrsta leik þann 14. júní næstkomandi.

Á mánudaginn eru svo þrír leikir þar sem Frakkar og Svíar verða í eldlínunni, en bæði þessi lið munu spila á EM í sumar.

Föstudagur:
15:30 Slóvakía - Georgía
16:00 Tékkland - Malta
18:30 Króatía - Moldóva
18:45 Írland - Holland
18:45 Norður-Írland - Hvíta-Rússland
18:45 England - Ástralía
23:10 Úrúgvæ - Trínídad og Tóbagó
23:30 Síle - Jamaíka

Laugardagur:
02:00 Kosta Ríka - Venesúela
14:15 Sviss - Belgía
21:00 Mexíkó - Paragvæ

Sunnudagur:
00:00 Bandaríkin - Bólivía
00:00 Perú - El Salvador
15:30 Albanía - Katar
15:45 Þýskaland - Slóvakía
16:00 Spánn - Bosnía og Hersegóvína
17:30 Rúmenía - Úkraína
17:45 Tyrkland - Svartfjallaland
18:45 Ítalía - Skotland
19:45 Portúgal - Noregur
22:00 Kólumbía - Haítí

Mánudagur:
01:30 Panama - Brasilía
17:30 Svíþjóð - Slóvenía
19:00 Frakkland - Kamerún
Athugasemdir
banner
banner