Arsenal endurnýjar áhuga á Luiz - Man Utd reynir við Todibo - Tottenham vill Sudakov
   lau 27. maí 2017 09:00
Dagur Lárusson
Allegri vill framlengja við Juventus
Allegri vill vera áfram.
Allegri vill vera áfram.
Mynd: Getty Images
Massimo Allegri, stjóri Juventus, hefur gefið það út að hann vilji ólmur vera áfram hjá félaginu.

Þessi 49 ára þjálfari hefur mikið verið orðaður við við Arsenal síðustu mánuðina eftir að pressan á Arsene Wenger hefur orðið meiri og meiri en Allegri virðist hafa blásið á þær sögusagnir.

„Ég vil vera áfram hjá Juventus”, sagði Allegri.

„Samningur minn gildir til 2018 og ég verð því að tala við félagið eftir úrslitaleikinn”.

„Ég er mjög stoltur af því sem ég hef áorkað með liðini síðustu þrjú árin. Vonandi getum við bætt við enn einum titlinum í Cardiff”.

Juventus mætir Real Madrid í úrslitum meistaradeildarinnar 3 júní næstkomandi.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner