Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   lau 27. maí 2017 21:44
Ívan Guðjón Baldursson
Carrick framlengir til 2018 (Staðfest)
Mynd: Getty Images
Manchester United var að staðfesta rétt í þessu að Michael Carrick verður áfram hjá félaginu á næsta tímabili.

Carrick verður 36 ára í júlí en hann þótti standa sig vel á nýliðnu tímabili og ætlar Mourinho að nota hann í 'réttu' leikjunum.

Carrick er þekktur fyrir að vera öruggur varnartengiliður sem hættir sér ekki of framarlega á völlinn og er með nákvæmar og öruggar sendingar.

Carrick er varafyrirliði Rauðu djöflanna, enda hefur hann leikið vel yfir 300 leiki fyrir félagið síðasta áratuginn.
Athugasemdir
banner
banner
banner