Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   lau 27. maí 2017 13:00
Magnús Már Einarsson
Edda Sif spáir í 7. umferð í Pepsi-deild kvenna
Edda Sif Pálsdóttir.
Edda Sif Pálsdóttir.
Mynd: Úr einkasafni
Edda spáir því að Harpa snúi aftur og skori í toppslagnum.
Edda spáir því að Harpa snúi aftur og skori í toppslagnum.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Anna Garðarsdóttir fékk fjóra rétta þegar hún spáði í leikina í síðustu umferð í Pepsi-deild kvenna.

Edda Sif Pálsdóttir, íþróttafréttakona á RÚV, spáir í leikina að þessu sinni en framundan er meðal annars toppslagur í Garðabæ!



Fylkir 1 - 1 KR (14:00 á morgun)
Bæði lið þurfa nauðsynlega á stigum að halda enda í bullandi vandræðum á botninum og búin að skora fæst mörk allra liða í deildinni til þessa. KR-ingar tóku stóran skell í síðustu umferð, verða sterkari og næla í fyrsta stig sumarsins.

Stjarnan 3 - 1 Þór/KA (18:00 á mánudag)
Hér erum við án nokkurs vafa að tala um stórleik umferðarinnar! Toppliðin tvö sem eru hvorugt búið að tapa leik en Stjarnan er með eitt jafntefli. Harpa Þorsteinsdóttir verður á skýrslu, kemur inn á og setur allavega eitt og fyrsta tap Þórs/KA kemur þar af leiðandi á Samsung-vellinum.

ÍBV 2 - 2 Breiðablik (18:00 á mánudag)
Annar geggjaður leikur, þvílík umferð! Blikar fóru léttilega með KR í síðustu umferð en ÍBV tapaði fyrir norðan og vilja bæta fyrir það. Eyjakonur hafa ekki tapað leik á heimavelli í sumar og fjörugum leik lýkur með sanngjörnu jafntefli.

Grindavík 0- 1 FH (19:15 á mánudag)
Ströggl Grindavíkur heldur því miður áfram og FH nælir í þrjú góð stig.

Haukar 0 - 3 Valur (19:15 á mánudag)
Landsliðskonurnar okkar verða áfram í sviðsljósinu og klára Hauka örugglega. Elín Metta setur tvö og Margrét Lára eitt, eða öfugt.

Fyrri spámenn:
Anna Garðarsdóttir (4 réttir)
Glódís Perla Viggósdóttir (4 réttir)
Hallbera Guðný Gísladóttir (4 réttir)
Jón Páll Pálmason (3 réttir)
Eiður Benedikt Eiríksson (3 réttir)
Jóhann Kristinn Gunnarsson (3 réttir)
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner