Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   lau 27. maí 2017 21:05
Ívan Guðjón Baldursson
Frakkland: PSG bikarmeistari í uppbótartíma
Mynd: Getty Images
Angers 0 - 1 PSG
0-1 Issa Cissokho ('91, sjálfsmark)

PSG er franskur bikarmeistari eftir slakt tímabil þar sem félagið datt út eftir 6-1 tap í Meistaradeildinni og tapaði franska titlinum til Monaco.

Í kvöld mættust PSG og Angers í leik sem flestir bjuggust við að PSG myndi vinna án teljandi vandræða.

Svo var ekki og virtist allt benda til þess að leikurinn færi í framlengingu þegar PSG fékk hornspyrnu í uppbótartíma.

Hornspyrnan fór á nærhornið þar sem Issa Cissokho ætlaði að skalla knöttinn í burtu, en stýrði honum þess í stað óvart í eigið net.
Athugasemdir
banner
banner