Kovac orðaður við stjórastól Liverpool - Newcastle vill Gibbs-White - Dewsbury-Hall orðaður við Tottenham
banner
   lau 27. maí 2017 10:30
Magnús Már Einarsson
Marco Silva í viðræðum við Watford
Mynd: Getty Images
Marco Silva, fráfarandi stjóri Hull, er í viðræðum um að taka við Watford. Walter Mazzarri hætti með Watford á dögunum og félagið leitar að eftirmanni hans.

Silva var í vikunni í viðræðum við Porto en samkvæmt frétt Sky Sports er líklegt að hann semji við Watford um helgina.

Silva tók við Hull í janúar þegar liðið var í botnsæti ensku úrvalsdeildarinnar.

Hinn 39 ára gamli Silva náði að hleypa miklu lífi í leik Hull en liðið vann átta af 22 leikjum undir hans stjórn. Það dugði þó ekki til að bjarga sætinu í ensku úrvalsdeildinni.

Silva ákvað í kjölfarið að nýta sér klásúlu í samningi sínum og hætta störfum hjá Hull.
Athugasemdir
banner
banner
banner