Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   lau 27. maí 2017 11:00
Magnús Már Einarsson
Mertesacker: Hef aldrei spilað í þriggja manna vörn
Mertesacker gæti byrjað í þriggja manna vörn í dag.
Mertesacker gæti byrjað í þriggja manna vörn í dag.
Mynd: Getty Images
Per Mertesacker, fyrirliði Arsenal, segist aldrei hafa spilað í þriggja manna vörn á ferli sínum.

Mertesacker gæti byrjað sinn fyrsta leik í heilt ár þegar Arsenal mætir Chelsea í enska bikarnum í dag.

Arsenal hefur leikið með þriggja manna vörn undanfarnar vikur. Laurent Koscielny og Gabriel Paulista verða ekki með í dag og óvíst er með þátttöku Shkodran Mustafi. Mertesacker gæti því byrjað eftir langa fjarveru.

„Ég hef aldrei spilað í þriggja manna vörn í hreinskilni sagt. Þegar ég var ungur þá vorum við með fjögurra manna vörn og það hefur verið staðan mín síðan þá, undanfarin fimmtán ár," sagði Mertesacker.

„Allir byrjuðu á núlli með þetta nýja kerfi. Þetta snýst um smá breytingar en á endanum skiptir öllu máli að vita hvað næsti maður er að gefa honum upplýsingar þannig að hann viti hvað þú ert að gera. Samskipti eru mikilvægari en áður í þessu kerfi."

Sjá einnig:
Láttu vaða! - Chelsea og Arsenal
Athugasemdir
banner
banner