Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   lau 27. maí 2017 22:00
Ívan Guðjón Baldursson
Noregur: Íslendingaliðin gerðu vel
Ingvar hélt hreinu gegn Odd Grenland.
Ingvar hélt hreinu gegn Odd Grenland.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ingvar Jónsson, fyrrverandi markvörður Stjörnunnar, gerði frábærlega að halda hreinu gegn Odd Grenland í norska boltanum í dag.

Odd hefði jafnað Rosenborg á stigum í toppsætinu með sigri, en Sandefjord er um miðja deild með 14 stig eftir 11 umferðir.

Í B-deildinni lék Guðmundur Kristjánsson í 90 mínútur fyrir Start sem lagði Jerv að velli með þremur mörkum gegn tveimur.

Start er á toppi B-deildarinnar, með 22 stig eftir 10 umferðir.

María Þórisdóttir spilaði þá allan leikinn í sigri Klepp gegn Kolbotn í efstu deild kvenna. Klepp er í 5. sæti, með 13 stig eftir 7 umferðir.

A-deild:
Sandefjord 0 - 0 Odd Grenland

B-deild:
Start 3 - 2 Jerv
1-0 L. Andreas ('13)
2-0 D. Aase ('17)
3-0 E. Borufsen

A-deild kvenna:
Kolbotn 0 - 2 Klepp
Athugasemdir
banner
banner
banner