Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   lau 27. maí 2017 11:30
Magnús Már Einarsson
Wenger: Ég á enga medalíu
Mynd: Getty Images
Arsene Wenger, stjóri Arsenal, getur unnið enska bikarinn í sjöunda skipti í dag þegar liðið mætir Chelsea í úrslitaleik.

Wenger hefur greint frá því að eftir sigursælan feril á hann engar medalíur heima hjá sér. Ástæðan er sú að hann gefur medalíurnar sínar alltaf.

„Ég á engar medalíur heima. Ef þú kæmir heim til mín þá yrðir þú hissa," sagði Wenger.

„Það eru engir bikarar, engar medalíur, ekkert. Ég gef þær. Það er alltaf einhver starfsmaður sem fær ekki medalíu svo ég gef þeim."

„Það vantar alltaf medalíur og þú finnur alltaf einhvern sem tekur þína."


Sjá einnig:
Láttu vaða! - Chelsea og Arsenal
Athugasemdir
banner
banner
banner