Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
banner
   sun 27. maí 2018 09:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Bjartsýnir á að Salah verði klár í slaginn fyrir HM
Salah gengur af velli í gær, grátandi.
Salah gengur af velli í gær, grátandi.
Mynd: Getty Images
Mohamed Salah fór meiddur af velli í gær þegar Liverpool tapaði úrslitaleik Meistaradeildarinnar gegn Real Madrid.

Salah lenti í baráttu við Sergio Ramos, fyrirliða Real Madrid, og varð fyrir axlarmeiðslum við það. Hann gat ekki haldið áfram og það hafði klárlega áhrif á útkomu leiksins enda hefur Salah verið besti leikmaður Liverpool á tímabilinu.

Salah er ekki bara bestur hjá Liverpool, hann er líka bestur hjá landsliði Egyptalands og eru aðeins tæpar þrjár vikur í að að Egyptaland hefur leik á HM í Rússlandi.

Hvort Salah verður með í fyrsta leik á HM er ekki vitað á þessari stundu. Í gær var talað um að meiðslin væru mjög alvarleg, en svo virðist ekki endilega vera ef marka má tíst sem knattspyrnusamband Egyptalands lét frá sér. Í tístinu segir að læknir egypska landsliðsins hafi rætt við kollega sína hjá Liverpool og að eftir samtalið sé læknirinn bjartsýnn á að Salah verði klár í slaginn fyrir HM í Rússlandi.

Egyptaland er í A-riðli á HM ásamt heimamönnum í Rússlandi, Úrúgvæ og Sádí-Arabíu.

Sjá einnig:
Myndband: Augnablikið þegar Salah meiddist



Athugasemdir
banner
banner
banner
banner