„Við komumst í 1-0 í fyrri hálfleik og hefðum hugsanlega átt að setja annað markið líka, það hefði mögulega klárað leikinn. En því miður gerðum við það ekki," sagði Ágúst Gylfason, þjálfari Breiðabliks, eftir tap gegn Val í Pepsi-deildinni í kvöld.
Lestu um leikinn: Valur 2 - 1 Breiðablik
Valsmenn komu til baka í seinni hálfleik og unnu 2-1. Fyrsta tap Breiðabliks í sumar niðurstaðan.
„Við lögðum allt í þennan leik. Seinni hálfleikurinn var erfiður, Valsararnir stigu á bensíngjöfina."
„Mér fannst við eiga fullt af möguleikum í seinni hálfleliknum, það vantaði bara aðeins meiri áræðni í okkar aðgerðir við markið, ef að það hefði verið þá hefðum við sett tvö, þrjú mörk á þá."
„Við lögðum allt í að fá þrjú stig hérna, þessi jafntefli eru ekki að gefa okkur mikið. Við ætluðum að klára þennan leik, en fáum það í andlitið. Við reyndum alla vega."
Viðtalið má sjá í heild sinni hér að ofan, en þar ræðir Ágúst nánar um það að breyta um leikkerfi í miðjum leik.
Athugasemdir