Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   sun 27. maí 2018 11:00
Ingólfur Stefánsson
Joe Hart til Man Utd og Mahrez til City
Powerade
Mahrez er á förum frá Leicester
Mahrez er á förum frá Leicester
Mynd: Getty Images
Toure og Pellegrini verða mögulega saman hjá West Ham á næsta tímabili
Toure og Pellegrini verða mögulega saman hjá West Ham á næsta tímabili
Mynd: Getty Images
Það er úr nógu að taka hjá ensku slúðurblöðunum í dag. Kíkjum á allt það helsta hér að neðan.

Joe Hart, markmaður Manchester City, gæti farið til Manchester United sem varaskeifa fyrir David De Gea. (Sun)

Arsene Wenger ætlar að fara til Japan og halda áfram þjálfun þar. (Mail)

Jurgen Klopp fær 200 milljónir til þess að eyða í leikmannakaup í sumar. Nabil Fekir hjá Lyon og Christian Pulisic hjá Dortmund eru á meðal leikmanna sem Klopp vill fá. (Sun)

Yaya Toure vill fá 100 þúsund pund í vikulaun ef hann verður áfram í ensku úrvalsdeildinni og hann gæti fengið slíkan samning hjá West Ham. (Daily Star)

Juventus hafa áhuga á Diego Godin varnarmanni Atletico Madrid og Úrúgvæ (Calciomercato)

Stephan Lichtsteiner mun ganga til liðs við Arsenal þegar samningur hans rennur út hjá Juventus og verður fyrsti leikmaðurinn sem Unai Emery fær til liðsins. (London Evening Standard)

Steve Bruce, stjóri Aston Villa, vill halda Jack Grealish í eitt tímabil í viðbót eftir tap í úrslitum um sæti í ensku úrvalsdeildinni. (Express)

Neymar segist dreyma um það að spila undir Pep Guardiola, stjóra Manchester City, (ESPN Brasilía)

Everton vilja fá Danny Rose frá Tottenham en Manchester United og Manchester City hafa ekki lengur áhuga á leikmanninum. (Sun)

Manchester United vilja fá Alex Sandro, vinstri bakvörð Juventus eða Elseid Hysaj frá Napoli. Matteo Darmian gæti farið í skiptum.(Gazzetto dello Sport)

PSG mun veita United samkeppni um kaup á Alex Sandro.(Manchester Evening News)

Manchester City eru að ganga frá kaupum á Riyad Mahrez frá Leicester fyrir 75 milljónir punda. (Mail)

West Ham eru líklegastir til þess að ganga frá kaupum á Marlon Santos, 22 ára varnarmanni Barcelona. (Mundo Deportivo)

Borussia Dortmund vill ganga frá kaupum má Michy Batshuayi framherja Chelsea sem eyddi síðari hluta tímabilsins á láni hjá félaginu. (Mail)
Athugasemdir
banner
banner
banner