Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   sun 27. maí 2018 10:00
Gunnar Logi Gylfason
Nainggolan: Ég á skilið meiri virðingu
Nainggolan mun líklega ekki aftur klæðast belgísku landsliðstreyjunni
Nainggolan mun líklega ekki aftur klæðast belgísku landsliðstreyjunni
Mynd: Getty Images
Radja Nainggolan, belgíski miðjumaður ítalska félagsins Roma, segist eiga skilið meiri virðingu.

Nainggolan var ekki valinn í lokahóp belgíska landsliðsins fyrir Heimsmeistaramótið í Rússlandi sem hefst í næsta mánuði og sagðist í kjölfarið vera hættur að gefa kost á sér í landsliðið.

„Ég vildi að sjálfsögðu vera þarna en þetta var hans val, jafnvel þó ég skilji ástæðuna ekki alveg," sagði Nainggolan við VTM Nieuws.

„Að spila ekki á Heimsmeistaramótinu er mikill skelldur, sérstaklega þar sem ég hef þegar misst af einu. Ég hef verið hjá Roma í fjögur ár og átt fjögur mjög góð tímabil. Ég held að ég eigi skilið meiri virðingu vegna frammistaðna minna."

Hópur stuðningsmanna belgíska landsliðsins hefur ákveðið að vera þögull fyrsta stundarfjórðung næsta æfingaleiks liðsins í mótmælaskyni vegna þessa.
Athugasemdir
banner
banner