„Við höfum ekki alveg verið í takti og þess vegna er frábært að vinna leik," hafði Ólafur Jóhannesson, þjálfari Íslandsmeistara Vals, að segja eftir mikilvægan sigurleik í Pepsi-deildinni í kvöld.
Valur lagði Breiðablik að velli eftir að hafa lent 1-0 undir, en þetta er fyrsti sigur Valsmanna síðan í 1. umferð.
Valur lagði Breiðablik að velli eftir að hafa lent 1-0 undir, en þetta er fyrsti sigur Valsmanna síðan í 1. umferð.
Lestu um leikinn: Valur 2 - 1 Breiðablik
„Frammistaðan var mjög góð, mér fannst við vera betri nánast allan leikinn," sagði Ólafur.
Ólafur Karl Finsen fékk sínar fyrstu mínútur í Pepsi-deildinni í sumar. Hann kom inn á sem varamaður á 86. mínútu í kvöld og var búinn að skora sigurmarkið tveimur mínútum síðar.
„Þetta gefur honum sjálfstraust. Hann hefur verið upp og niður hjá okkur á æfingum, en auðvitað er hann frábær fótboltamaður, þess vegna fengum við hann í Val."
Viðtalið er í heild sinni hér að ofan.
Athugasemdir