De Bruyne og Grealish til Napoli? - Rodrygo og Frimpong til Liverpool - Al Hilal vill tvo frá Liverpool - Tveir orðaðir frá Newcastle
   fös 27. júní 2014 10:20
Daníel Freyr Jónsson
Heimild: Manchester Evening News 
United ekki hætt - Woodward ræðir daglega við Van Gaal
Það má búast við miklum hreyfingum í leikmannamálum Manchester United á næstunni.

Félagið festi í gær kaup á miðvallarleikmanninum Ander Herrera frá Athletic Bilbao, ári eftir að hafa reynt að kaupa hann í fyrsta sinn. Þá er fastlega búist við að Luke Shaw verði kynntur til leiks hjá United mjög fljótlega, ef ekki í dag.

Samtals munu Herrera og Shaw kosta United um 60 milljónir punda. Þrátt fyrir það fullyrðir staðarblaðið Manchester Evening News að United sé hvergi nærri hætt á leikmannamarkaðinum.

Stjórnarformaðurinn Ed Woodward er í daglegu sambandi við Louis Van Gaal, verðadi stjóra félagsins, sem þessa stundina er staddur í Brasilíu með hollenska landsliðinu.

Van Gaal vill sérstaklega styrkja vörn og miðju United enn frekar. Hafa þeir Arturo Vidal, leikmaður Juventus, og hollenski landsliðsmaðurinn Stefan de Vrij sérstaklega verið nefndir til sögunnar.

Hafa ítalskir fjölmiðlar greint frá því að Juventus búist við 30 milljón punda tilboði frá United í Vidal
Athugasemdir
banner
banner