Sancho vill ekki snúa aftur til Man Utd - Dumfries vill fara til Man Utd - Chelsea vill Osimhen
banner
   lau 27. júní 2015 15:53
Eyþór Ernir Oddsson
3. deild: Álftanes með sinn fyrsta sigur
Jóhann Þórhallsson var á skotskónum í dag fyrir Völsunga
Jóhann Þórhallsson var á skotskónum í dag fyrir Völsunga
Mynd: Fótbolti.net - Magnús Már Einarsson
Álftanes 2-1 Völsungur
1-0 Ronnarong Wongmahadthai ('33)
1-1 Jóhann Þórhallsson ('63)
2-1 Guðbjörn Alexander Sæmundsson ('81)

Völsungar frá Húsavík gerðu sér ferð á Álftanes í eina leik dagsins í þriðju deild karla rétt í þessu.

Það var Ronnarong Wongmahadthai sem kom heimamönnum yfir eftir 33 mínútna leik, en Jóhann Þórhallsson jafnaði á 63. mínútu en hann hefur verið duglegur við markaskorun Völsunga í sumar, þar sem þetta var hans sjöunda mark í sjö leikjum.

Guðbjörn Alexander kom Álftnesingum yfir þegar um tíu mínútur voru eftir af leiknum. Álftanes unnu því sinn fyrsta sigur og eru komnir með fjögur stig og upp úr neðsta sæti deildarinnar, en þar sitja Víðismenn með aðeins tvö stig.

Völsungar eru áfram með sjö stig í sjöunda sæti deildarinnar.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner