Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   mán 27. júní 2016 11:10
Magnús Már Einarsson
Alfreð: Allir geta ekki beðið eftir leiknum
Icelandair
Alfreð fagnar eftir leikinn gegn Austurríki.
Alfreð fagnar eftir leikinn gegn Austurríki.
Mynd: Fótbolti.net - Daníel Rúnarsson
Alfreð Finnbogason, framherji íslenska landsliðsins, segir mikla spennu vera fyrir leiknum gegn Englandi í kvöld.

„Við erum í skýjunum. Þetta er ótrúlegt afrek hjá okkar litla landi," sagði Alfreð í stuttu spjalli við heimasíðu Augsburg.

„Allir, hvort sem það eru leikmenn eða stuðningsmenn, geta ekki beðið eftir leiknum."

„Við sjáum hvað gerist en kannski getum við komið aftur á óvart,"
sagði Alfreð um möguleika Íslands í leiknum.

Alfreð var í leikbanni í síðasta leik gegn Austurríki og var í jakkafötum uppi í stúku þá. Hann verður á ný í leikmannahópnum gegn Englendingum í kvöld.
Athugasemdir
banner
banner