Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
banner
   mán 27. júní 2016 20:50
Arnar Geir Halldórsson
Stærsta stund íslenskrar íþróttasögu (Staðfest)
Icelandair
Kraftaverkamenn
Kraftaverkamenn
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
England 1 - 2 Ísland
1-0 Wayne Rooney ('4 , víti)
1-1 Ragnar Sigurðsson ('6 )
1-2 Kolbeinn Sigþórsson ('18 )
Smelltu hér til að fara í textalýsingu frá leiknum

Ísland er komið í 8-liða úrslit í lokakeppni EM eftir stórkostlegan 2-1 sigur á stjörnum prýddu liði Englands í Nice í kvöld.

Wayne Rooney kom Englendingum yfir með marki úr vítaspyrnu strax á 3.mínútu. Vítaspyrnan var dæmd á Hannes Þór Halldórsson þar sem hann braut klaufalega á Raheem Sterling.

Okkar strákar voru hinsvegar ekki lengi að svara því Ragnar Sigurðsson jafnaði mínútu síðar þegar hann var réttur maður á réttum stað í teignum eftir langt innkast frá fyrirliðanum Aroni Einari Gunnarssyni.

Markahrókurinn Kolbeinn Sigþórsson kom svo Íslandi í 2-1 á 18.mínútu með föstu skoti sem Joe Hart í marki Englendinga réði ekki við.

Þrátt fyrir stífa pressu Englendinga tókst þeim aldrei að finna leið framhjá stórkostlega þéttum varnarmúr Íslands og það verða því strákarnir okkar sem mæta gestgjöfum Frakka í 8-liða úrslitum næstkomandi sunnudag.
Athugasemdir
banner
banner
banner