mán 27. júní 2016 02:55
Arnar Geir Halldórsson
Copa America: Síle meistari annað árið í röð
Algjörlega endurtekið efni frá því í fyrra
Messi klikkaði á ögurstundu
Messi klikkaði á ögurstundu
Mynd: Getty Images
Hetja Síle
Hetja Síle
Mynd: Getty Images
Argentína 0-0 Síle (Síle vann eftir vítaspyrnukeppni)
Rauð spjöld: Marcelo Diaz, Síle (´28) Marcos Rojo, Argentína (´43)
Vítaspyrnukeppni
0-0 Sergio Romero varði frá Arturo Vidal
0-0 Lionel Messi skaut yfir
0-1 Nicolas Castillo skoraði
1-1 Javier Mascherano skoraði
1-2 Charles Aranguiz skoraði
2-2 Sergio Aguero skoraði
2-3 Jean Beausejour skoraði
2-3 Claudio Bravo varði frá Lucas Biglia
2-4 Francesco Silva skoraði

Argentína og Síle mættust í úrslitum Copa America í nótt í annað skiptið á jafnmörgum árum en í fyrra fór leikurinn í vítaspyrnukeppni eftir markalausan leik.

Það var nákvæmlega það sama uppi á teningnum í leik liðanna í nótt.

Dómara leiksins tókst að stela senunni í fyrri hálfleik með stórfurðulegri dómgæslu sem skilaði sér meðal annars í því að bæði lið misstu mann af velli í fyrri hálfleiknum.

Argentínumenn voru líklegri til að skora í venjulegum leiktíma. Gonzalo Higuain fékk algjört dauðafæri snemma leiks og sama má segja um varamanninn Sergio Aguero, skömmu fyrir leikslok. Allt kom þó fyrir ekki og grípa þurfti til framlengingu.

Þar þurfti Claudio Bravo einu sinni að taka á honum stóra sínum sem og hann gerði með miklum glæsibrag þegar hann varði skalla Aguero.

Í vítaspyrnukeppninni reyndust Sílemenn sterkari þar sem Lionel Messi og Lucas Biglia klikkuðu af vítapunktinum.


Athugasemdir
banner
banner