Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   mán 27. júní 2016 05:55
Arnar Geir Halldórsson
EM í dag - Stærsta stund í íslenskum fótbolta
Gleðilegan mánudag
Gleðilegan mánudag
Mynd: Fótbolti.net - Daníel Rúnarsson
Gleðilegan mánudag kæru landsmenn. Í dag mun íslenska karlalandsliðið leika sinn stærsta leik frá upphafi þegar Ísland og England mætast á Allianz Riviera leikvangnum í Nice í Frakklandi í 16-liða úrslitum EM.

Slóveninn Damir Skomina mun dæma leikinn og flautar hann til leiks klukkan 19 að íslenskum tíma. Leikurinn verður sýndur í beinni útsendingu á RÚV.

Til að hita upp fyrir leik Englands og Íslands munu tvö af sigursælustu þjóðum álfunnar mætast í sannkölluðum stórveldaslag. Þjóðirnar sem um ræðir eru Ítalía og ríkjandi Evrópumeistarar Spánverja.

Þessi lið mættust í úrslitaleik EM 2012 þar sem Spánverjar unnu 4-0 sigur og fá Ítalirnir nú kjörið tækifæri til að hefna fyrir það.

16-liða úrslit á EM

16:00 Ítalía - Spánn
19:00 England - Ísland
Athugasemdir
banner
banner
banner