Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
Hrannar Bogi eftir hetjulega frammistöðu Augnabliks: Við nálgumst leiki alltaf alveg eins
Fékk afmælisgjöf fyrir leikinn: Ég fékk Þróttaratrefil og nokkrar Stellur
Nýir tímar í Laugardalnum - „Finnst bara tilvalið að með því fylgi nýtt merki“
Haukur Páll: Ekki spurning um að koma mönnum fyrir
Heimir Guðjóns: Hefði verið gult spjald í fyrra
Gylfi Þór: Skrítið að spila gegn liði sem ég var hjá í 10 ár
Úlli: Fékk held ég nóg af liðsfélögum sínum
Bjarni Jó: Nýttum færin okkar illa
Gunnar Magnús: Alsæll þrátt fyrir að það hafi endað í jafntefli
Ólafur Kristjáns: Ekki hægt að gera neitt við því núna
Kristján Guðmunds: Munum rífa okkur í gang eftir þetta
John Andrews: Gæti ekki verið stoltari
Nik: Vigdís hefur staðið sig vel sem framherji
Glenn: Komum hingað með því hugarfari að vinna leikinn
Vigdís Lilja: Ætla að spila frammi í sumar og skora eins mikið og ég get
Sáttur Arnar Gunnlaugs: Erum að senda ágæt skilaboð til liðanna í deildinni
Höskuldur brattur eftir leik: Maður verður að jafna sig hratt á þessu
Elskar stóru leikina - „Vona að fólk viti að þeir kitla mig.“
Finnst línan vera óskýr - „Þeir máttu það í dag“
Alltaf skemmtilegustu leikirnir - „Ég er með eitraða hægri löpp"
   mán 27. júní 2016 14:44
Magnús Már Einarsson
Nice
Guðni Th.: Hefði farið í treyju af sex ára
Icelandair
Guðni Th. Jóhannesson glaðbeittur í Nice í dag.
Guðni Th. Jóhannesson glaðbeittur í Nice í dag.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Guðni Th. Jóhannesson, nýkjörinn foreti Íslands, er mættur til Nice til að fylgjast með leik Íslands og Englands í 16-liða úrslitunum á EM í kvöld.

„Mín er ánægjan og heiðurinn að vera hérna. Ég er mikill íþróttaáhugamaður," sagði Guðni við Fótbolta.net í dag en hann er brattur fyrir leikinn.

„Ef við höldum jöfnu fram yfir hálfleik þá fara þeir á taugum. Við finnum sjálfstraustið sem býr í okkur. Þeir vita að ef þeir tapa þá er ferill þeirra nánast úti. Það skiptir engu máli fyrir okkur, það er engin pressa á okkur," sagði Guðni sem spáir sigri.

„Ég spái 1-0 fyrir okkur. Eiður Smári kemur inn á og setur hann eftir hornspyrnu frá Gylfa. Þá verður allt vitlaust."

Fór ekki úr líkamanum eins og Gummi Ben
Meðfram kosningabaráttu sinni hefur Guðni náð að fylgjast með landsliði Íslands á EM. Hann fagnaði sigurmarkinu gegn Austurríki eins og öll þjóðin.

„Ég segi ekki að ég hafi farið út úr líkamanum eins og Gummi Ben en það var nánast þannig. Ég horfði á leikinn á góðum stað með gömlum bekkjarfélögum. Það var ógleymanlegt að finna hvernig við stöndum öll saman á stundum eins og þessum. Fyrir utan völlinn greinir okkur stundum á en þetta er vettvangurinn til að finna að við erum í sama liði. Við erum öll Íslendingar."

Gleymdi treyjunni sinni heima
Guðni er mættur í íslensku landsliðstreyjunni og hann ætlar að sjálfsögðu vera í henni í stúkunni í kvöld. Hann gleymd treyjunni heima hjá sér en tókst að útvega annarri í tæka tíð.

„Við pökkuðum í gærkvöldi og gripum treyjurnar með. Ég á fjögur börn og tvö þeirra eiga landsliðstreyju. Við pökkuðum treyju eldri stráksins og ég hélt að ég hefði tekið mína með. Þegar ég vaknað í morgun þá var ég með treyju sex ára stráksins. Þessari treyju var síðan reddað á síðustu stundu."

Guðni hefði troðið sér í treyjuna af syninum ef ekki hefði tekist að fá nýja treyju. „Ég hefði gert það fyrir liðið, fyrir land og þjóð," sagði Guðni léttur.
Athugasemdir
banner
banner
banner