Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   mán 27. júní 2016 08:30
Arnar Geir Halldórsson
Jeffrey Bruma til Wolfsburg (Staðfest)
Jeffrey Brouma
Jeffrey Brouma
Mynd: Getty Images
Hollenski varnarmaðurinn Jeffrey Bruma er genginn til liðs við þýska úrvalsdeildarliðið Wolfsburg en hann kemur til félagsins frá Hollandsmeisturum PSV Eindhoven.

Þessi 24 ára gamli miðvörður gerir fimm ára samning við Wolfsburg en hann hefur spilað með PSV undanfarin þrjú ár.

Bruma þekkir vel til í Þýskalandi eftir að hafa verið lánsmaður hjá Hamburg í tvö ár áður en hann fór til PSV.

Hann hefur leikið 14 landsleiki fyrir Holland og var í lykilhlutverki hjá PSV sem hefur unnið hollensku deildina tvö ár í röð.

Wolfsburg olli miklum vonbrigðum í Bundesligunni á síðustu leiktíð þar sem liðið endaði í áttunda sæti en tókst að komast í 8-liða úrslit Meistaradeildarinnar.
Athugasemdir
banner
banner
banner