Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mán 27. júní 2016 08:00
Arnar Geir Halldórsson
Leverkusen hafnaði tilboði Dortmund í Bellarabi
Karim Bellarabi í baráttunni
Karim Bellarabi í baráttunni
Mynd: Getty Images
Þýska goðsögnin Rudi Völler sem nú starfar sem yfirmaður leikmannamála hjá Bayer Leverkusen útilokar að félagið muni selja Karim Bellarabi frá sér í sumar.

Hann segir tilboð hafa borist frá Borussia Dortmund en síðarnefnda liðið gæti verið í leit að arftaka fyrir Henrik Mkhitaryan sem virðist vera á leið til Man Utd.

„Við fengum tilboð frá Dortmund fyrir nokkrum dögum en við höfnuðum því um leið. Það er ekki möguleiki að við seljum Bellarabi. Hann er ekki til sölu," segir Völler ákveðinn.

Bellarabi skoraði sex mörk og lagði upp ellefu í 31 leik í þýsku Bundesligunni á síðustu leiktíð en var ekki valinn í þýska landsliðið fyrir EM í Frakklandi.

Athugasemdir
banner
banner