Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mán 27. júní 2016 07:00
Arnar Geir Halldórsson
Mandanda í viðræðum við Crystal Palace
Á leið til Crystal Palace?
Á leið til Crystal Palace?
Mynd: Getty Images
Franski markvörðurinn Steve Mandanda er í viðræðum við enska úrvalsdeildarfélagið Crystal Palace.

Þessi 31 árs gamli reynslubolti er samningslaus en hann ákvað að yfirgefa franska stórliðið Marseille eftir níu ára veru þar.

Mandanda hefur fjórum sinnum verið valinn besti markvörður frönsku úrvalsdeildarinnar og hefur leikið meira en 400 leiki fyrir Marseille. Hann var í lykilhlutverki þegar liðið vann frönsku deildina árið 2010.

Vitað er af áhuga frá stærri liðum í Evrópu en talið er að Mandanda sé tilbúinn að fara til Crystal Palace þar sem hann sér fram á öruggt sæti í byrjunarliðinu.

Crystal Palace endaði í 15.sæti ensku úrvalsdeildarinnar á síðustu leiktíð og var markvarðarstaðan vandamál hjá liðinu. Wayne Hennessey lék 29 leiki og Alex McCarthy hina sjö.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner