Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   mán 27. júní 2016 07:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Swansea að kaupa miðvörð frá Ajax
Van der Hoorn er á leið í enska boltann
Van der Hoorn er á leið í enska boltann
Mynd: Getty Images
Enska úrvalsdeildarfélagið Swansea hefur samþykkt að borga 2 milljónir punda fyrir varnarmanninn Mike van der Hoorn.

Hinn 23 ára gamli van der Hoorn kemur frá Ajax. Hann mun ferðast til Wales í vikunni til þess að ræða við Swansea um kaup og kjör.

Leikmaðurinn sjálfur er spenntur fyrir því að spila í ensku úrvalsdeildinni með Swansea. „Swansea er frábært félag," sagði hann þegar hann var spurður út í málið.

Ajax mun tapa á sölunni á leikmanninum, en hann kostaði hollenska félagið 3,2 milljónir punda árið 2013.

Hann verður fyrsti leikmaðurinn sem Swansea kaupir í sumar, en félagið seldi framherjann Alberto Paloschi til Atalanta á dögunum.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner