þri 27. júní 2017 08:00
Elvar Geir Magnússon
Lið 9. umferðar: Þrír valdir í þriðja sinn
Alex Freyr blómstraði með Víkingum.
Alex Freyr blómstraði með Víkingum.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Hilmar Árni er í liðinu.
Hilmar Árni er í liðinu.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
9. umferð Pepsi-deildar karla lauk í gærkvöldi með markalausum leik Breiðabliks og Grindavíkur á Kópavogsvelli.

Gísli Eyjólfsson, leikmaður Blika, er eini leikmaðurinn úr þeim leik sem nær því að komast í úrvalslið umferðarinnar.

Þjálfari umferðarinnar er Logi Ólafsson eftir 2-0 sigur Víkings R. gegn Víkingi Ó.



Alex Freyr Hilmarsson átti stórgóðan leik fyrir Víkinga og er valinn í úrvalsliðið í þriðja sinn líkt og liðsfélagi sinn, Ívar Örn Jónsson, sem hefur stigið vel upp eftir tilkomu Loga.

Fjölnir og Valur gerðu 1-1 jafntefli. Þórður Ingason, markvörður Fjölnis, var valinn maður leiksins. Þá var Sigurður Egill Lárusson besti leikmaður Valsmann og kemst einnig í úrvalsliðið.

Í varnarlínunni eru tveir leikmenn sem léku 1-0 útisigri FH gegn ÍBV. Matt Garner hjá ÍBV og Pétur Viðarsson hjá FH sem valinn var maður leiksins.

Bakvörðurinn Arnór Sveinn Aðalsteinsson í KR leysir miðvörðinn í útvalsliðinu. Arnór Sveinn lagði upp öll þrjú mörk KR-inga í sigri á Akureyrarvelli. Elfar Árni Aðalsteinsson skoraði bæði mörk KA og hirðir sæti í úrvalsliðinu.

Þá gerðu Stjarnan og ÍA jafntefli 2-2. Hilmar Árni Halldórsson skoraði laglegt aukaspyrnumark og var valinn maður leiksins. Arnar Már Guðjónsson skoraði jöfnunarmark Skagamanna og er einnig í úrvalsliðinu.

Sjá einnig:
Lið 8. umferðar
Lið 7. umferðar
Lið 6. umferðar
Lið 5. umferðar
Lið 4. umferðar
Lið 3. umferðar
Lið 2. umferðar
Lið 1. umferðar
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner