Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   þri 27. júní 2017 21:58
Þórarinn Jónas Ásgeirsson
EM U21: Saul með þrennu og Spánn í úrslit
Saúl Niguez gerði þrennu í kvöld
Saúl Niguez gerði þrennu í kvöld
Mynd: Getty Images
Spánn U21 3-1 Ítalía U21
1-0 Saul Niguez ('53)
1-1 Federico Bernardeschi ('62)
2-1 Saul Niguez ('65)
3-1 Saul Niguez ('74)
Rautt spjald: Roberto Gagliardini, Ítalía ('58)

Spánn er komið í úrslitaleik Evrópumóts undir 21 árs landsliða eftir öruggan 3-1 sigur á Ítalíu í kvöld.

Það var Saul Niguez sem fór gjörsamlega á kostum í leiknum og skoraði öll þrjú mörk Spánverja. Eftir markalausan fyrri hálfleik kom Saúl sínum mönnum yfir eftir átta mínútna leik í þeim seinna með laglegu skoti úr teignum. Fimm mínútum síðar fékk Roberto Gagliardini sitt annað gula spjald og Ítalir því orðnir marki undir og einum færri.

Ítalir gáfust þó ekki upp og jöfnuðu leikinn níu mínútum síðar, þar var að verki Federico Bernardeschi, leikmaður Fiorentina, með þrumuskoti fyrir utan teig.

Adam var þó ekki lengi í paradís því Saul Niguez kom Spánverjum aftur yfir einungis þremur mínútum síðar með marki af dýrari gerðinni. Hann fékk boltann langt fyrir utan teig, lagði hann fyrir sig og þrumaði honum upp í samskeytin af 30 metra færi, óverjandi fyrir Donnarumma í marki Ítala.

Hann fullkomnaði svo þrennuna með góðu slútti úr teignum þegar 16 mínútur voru eftir af leiknum og þar við sat.

Spánverjar því komnir í úrslitaleikinn þar sem þeir mæta Þjóðverjum en þeir lögðu Englendinga fyrr í kvöld í vítaspyrnukeppni. Leikurinn fer fram á föstudag.
Athugasemdir
banner
banner
banner