Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   þri 27. júní 2017 06:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
FIFA um myndbandstækni: Getum lagfært mikið
Myndbandsdómgæsla hefur verið notuð í Álfukeppninni.
Myndbandsdómgæsla hefur verið notuð í Álfukeppninni.
Mynd: Getty Images
Mikið hefur verið talað um myndbandsdómgæslu síðustu daga þar sem hún er notuð í Álfukeppninni í Rússlandi.

Dómarar hafa notað myndbandstækni á mótinu og það hefur oft á tíðum valdið ruglingi og pirringi.

Síðasta dæmið um það var í leik Þýskaland og Kamerún á sunnudag. Kólumbíski dómarinn Wilmar Roldan sýndi vitlausum leikmanni gula spjaldið og eftir að hafa ráðfært sig við myndbandsdómara gaf hann Ernest Mabouka, leikmanninum sem hafði í alvöru brotið á sér, rauða spjaldið. Hann lagfærði mistökin og gaf Mabouka rautt.

Massimo Busacca, yfirdómari hjá FIFA, Alþjóðarknattspyrnusambandinu, telur að þessi nýja tækni hafa sýnt góðan árangur á mótinu. Hann segir þó að það sé hægt að bæta margt.

„Við erum með mjög góðar niðurstöður," sagði hann. „En við getum líka lagfært mikið."

Það verður ákveðið í mars á næsta ári hvort myndbandsdómgæsla verði notuð á HM í Rússlandi 2018.





Athugasemdir
banner
banner