Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   þri 27. júní 2017 11:30
Arnar Daði Arnarsson
Gunnar Birgis spáir í 10. umferð Pepsi-kvenna
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Valur tekur á móti toppliði Þór/KA í dag.
Valur tekur á móti toppliði Þór/KA í dag.
Mynd: Fótbolti.net - Tomasz Kolodziejski
Stjarnan tekur á móti botnliði Hauka.
Stjarnan tekur á móti botnliði Hauka.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Seinni umferðin í Pepsi-deild kvenna hefst í kvöld með fjórum leikjum. 10. umferðin klárast síðan á miðvikudaginn þegar Grindavík og Fylkir mætast í botnbaráttuleik.

Guðbjörg Gunnarsdóttir og Sif Atladóttir hafa verið með alla leikina rétta hjá sér í síðustu tveimur umferðum. Það er því pressa á Gunnari Birgissyni, íþróttafréttamanni á RÚV sem spáir í leiki 10. umferðarinnar.

KR 1 - 3 ÍBV (í kvöld 18:00)
KR er jafnt og þétt að komast á skrið og skora fyrsta markið nokkuð óvænt snemma leiks. Eyjastúlkur setja svo í fluggír í kringum hálfleikinn og salta leikinn svo í seinni hálfleik.

Valur 1 - 2 Þór/KA (í kvöld 18:00)
Þessi leikur mun vega ansi þungt í titilbaráttu Þór/KA, sigur í þessum leik og stig gegn Blikum í næstu umferð og titilinn fer til Akureyrar þetta árið. Þær vinna þennan leik nokkuð sannfærandi þrátt fyrir að Völsurum tekst að klóra í bakkann í lok leiks.

FH 0 - 1 Breiðablik (í kvöld 19:15)
Blikar eiga eftir að sækja linnulaust í 90. mínútur en engu að síður bara skora eitt mark, það kemur á síðustu 10 mínútunum frá Berglindi, who else?

Stjarnan 5 - 0 Haukar (í kvöld 19:15)
Hér mæta Haukar ofjörlum sínum á útivelli og þetta verður leikur kattarins að músinni.

Grindavík 2 - 0 Fylkir (á morgun 19:15)
Þetta er leikur að mínu skapi, alvöru passion í botnbaráttunni og líkur á að rautt spjald fari á loft. Tvö brasilísk mörk í þessum leik og Robbi Haralds skellihlær.

Fyrri spámenn:
Sif Atladóttir (5 réttir)
Guðbjörg Gunnarsdóttir (5 réttir)
Anna Garðarsdóttir (4 réttir)
Glódís Perla Viggósdóttir (4 réttir)
Hallbera Guðný Gísladóttir (4 réttir)
Jón Páll Pálmason (3 réttir)
Eiður Benedikt Eiríksson (3 réttir)
Jóhann Kristinn Gunnarsson (3 réttir)
Edda Sif Pálsdóttir (2 réttir)
Athugasemdir
banner
banner