Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   þri 27. júní 2017 06:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Hazard, Ba og Cabaye fjárfesta í bandarísku liði
Hazard eignast fótboltalið.
Hazard eignast fótboltalið.
Mynd: Getty Images
Eden Hazard, leikmaður Englandsmeistara Chelsea, og Yohan Cabaye, leikmaður Crystal Palace, eru á meðal þeirra sem hafa ákveðið að fjárfesta í nýju fótboltaliði í Bandaríkjunum.

Auk þeirra hafa Demba Ba, fyrrum sóknarmaður Chelsea, núna hjá kínverska liðinu Shanghai Shenhua, og Moussa Sow, sóknarmaður Al-Ahli í Sameinuðu arabísku furstadæmunum, fjárfest í liðinu.

Þetta nýja fótboltalið kemur frá San Diego og mun spila í NASL-deildinni, næst efstu deild Bandaríkjanna.

„Við getum ekki beðið eftir því að byrja og vinna fótboltaleiki," sagði Hazard um þetta nýja verkefni.

San Diego er fallegur staður. Þetta er heiður fyrir mig og vini mína að breyta þessum draumi í veruleika."
Athugasemdir
banner
banner
banner