þri 27. júní 2017 12:00
Elvar Geir Magnússon
Liam Gallagher: Guardiola verður rekinn ef hann vinnur ekki deildina
Oasis á Maine Road, fyrrum heimavelli Manchester City, árið 1994. Liam Gallagher er fremstur á myndinni.
Oasis á Maine Road, fyrrum heimavelli Manchester City, árið 1994. Liam Gallagher er fremstur á myndinni.
Mynd: Getty Images
Það er algjörlega nauðsynlegt fyrir Pep Guardiola að vinna ensku úrvalsdeildina til að halda starfi sínu hjá Manchester City. Þetta segir Liam Gallagher í hljómsveitinni Oasis.

Gallagher er mikill aðdáandi Manchester City og reglulegur gestur á leikjum liðsins.

Guardiola stóð uppi án titils eftir fyrsta tímabil sitt við stjórnvölinn hjá Manchester City.

„Það er algjörlega nauðsynlegt að vinna titilinn á næsta tímabili, við getum ekki látið hann aftur í hendur Chelsea. Ef við vinnum ekkert þá getur hann ekki haldið áfram," segir Gallagher

„Við enduðum fyrir ofan Manchester United og það er jákvætt en við verðum að vinna deildina og gera vel í Meistaradeildinni."

Gallagher telur að Guardiola hafi gert mistök með því að losa markvörðinn Joe Hart á síðasta tímabili.

„Hann skaut sjálfan sig í fótinn með því," segir Gallagher. „Hann hefði átt að halda honum, sérstaklega vegna meiðsla Vincent Kompany. Án þeirra tveggja vantaði leiðtogahæfileika í vörninni."
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner