Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
banner
   þri 27. júní 2017 14:40
Magnús Már Einarsson
Liverpool ekki refsað vegna Van Dijk
Van Dijk í leik gegn Liverpool.
Van Dijk í leik gegn Liverpool.
Mynd: Getty Images
Enska úrvalsdeildin ætlar ekki að refsa Liverpool fyrir að hafa rætt ólöglega við Virgil van Dijk varnarmann Southampton. Sky Sports greinir frá þessu í dag.

Southampton óskaði eftir því að enska úrvalsdeildin myndi rannsaka hvort Liverpool hefði rætt ólöglega við van Dijk eftir að fréttir bárust af því að Hollendingurinn hefði rætt við Jurgen Klopp og lýst yfir áhuga á að fara til Liverpool.

Liverpool sendi í kjölfarið frá sér yfirlýsingu þar sem félagið bað Southampton afsökunar og sagðist ekki ætla að reyna að fá Van Dijk í sínar raðir.

Enska úrvalsdeildin skoðaði málið en ekki voru næg sönnunargögn til staðar til að refsa Liverpool.

Liverpool sleppur því við refsingu nema ný gögn komi fram í málinu á næstu mánuðum.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner