þri 27. júní 2017 20:30
Þórarinn Jónas Ásgeirsson
Perisic mun afþakka launahækkun og vill komast til United
Perisic vill komast til Manchester United
Perisic vill komast til Manchester United
Mynd: Getty Images
Ein af sögum sumarsins hefur verið það að króatíski kantmaðurinn Ivan Perisic hefur verið stanslaust orðaður við Manchester United. Því ætlar ekkert að linna og eru nýjustu fréttirnar í þeim málum að Króatinn ætli að afþakka launahækkun til þess að hjálpa til við að komast til United.

Perisic, sem er 28 ára gamall, er sagður fá 65 þúsund pund á viku hjá Inter eins og staðan er í dag. Luciano Spalletti, nýráðinn þjálfari Inter, er sagður vilja halda í Króatann knáa og er tilbúinn að gefa houm nýjan og endurbættan samning sem hljóðar upp á 80 þúsund pund í vikulaun.

Sjálfur vill Perisic komast til United og ætlar því að hafna þessum nýja samning Mílanó liðsins. Hann telur einnig að Manchester liðið geti fært sér enn betri samning ásamt því að komast í stærra lið.

Manchester United á að hafa boðið 40 milljónir evra í kappann en vill Inter liðið fá rúmlega 50 milljónir evra. Það ber því töluvert á milli hjá liðunum sem stendur en spennandi að sjá hvort af skiptunum verður.
Athugasemdir
banner
banner
banner