Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   sun 27. júlí 2014 19:29
Daníel Freyr Jónsson
1. deild kvenna: Fram og Fjarðabyggð með sigra
Fram vann sannfærandi sigur á Hetti.
Fram vann sannfærandi sigur á Hetti.
Mynd: Katrín J. Björgvinsdóttir
Fram og Fjarðabyggð unnu sína leiki í 1. deild kvenna í dag þegar 11. umferð deildarinnar hélt áfram.

Fram er komið í 3. sætið eftir öruggan 3-0 sigur á Hetti á heimavelli. Birna Sif Kristinsdóttir, Anna Marzellíusardóttir og Bryndís María Theodórsdóttir gerðu mörk Fram, en liðið fór up um tvö sæti með sigrinum.

Þá gerði Fjarðabyggð góða ferð til Reykjavíkur og vann ÍR. Lokatölur urðu 3-2 þar sem ÍR-stúlkum tókst að klóra í bakkann með tveimur mörkum í blálokin.

ÍR 2 - 3 Fjarðabyggð
0-1 Elín Huld Sigurðardóttir ('2)
0-2 Andrea Magnúsdóttir ('29)
0-3 Hannah Claesson ('79)
1-3 Andrea Katrín Ólafsdóttir ('90)
2-3 Sandra Dögg Bjarnadóttir ('90)

Fram 3 - 0 Höttur
1-0 Birna Sif Kristinsdóttir ('34)
2-0 Anna Marzellíusardóttir ('57)
3-0 Bryndís María Theodórsdóttir ('65)
Athugasemdir
banner
banner