Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   sun 27. júlí 2014 16:06
Elvar Geir Magnússon
Byrjunarlið Fjölnis og Þórs: Aron Sigurðarson á bekkinn
Aron Sigurðarson missir sæti sitt.
Aron Sigurðarson missir sæti sitt.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Hér í Grafarvogi er framundan leikur Fjölnis og Þórs, fallbaráttuslagur í Pepsi-deildinni. Það eru ekki miklar líkur á fallegum fótbolta og búast má við því að kappið beri fegurðina ofurliði. Þórsarar eru í fallsæti með aðeins níu stig en Fjölnir er í níunda sæti með ellefu stig.

Smelltu hér til að fara í textalýsingu frá leiknum

Síðasti sigur Fjölnis kom 8. maí gegn einmitt Þór á Akureyri. Síðan þá hefur stigasöfnunin hjá nýliðunum gengið ansi erfiðlega. Reynsluboltinn Gunnar Valur Gunnarsson er ekki með Fjölni í dag vegna leikbanns.

Ragnar Leósson, Þórir Guðjónsson og Matt Ratajczak koma inn í byrjunarlið Fjölnis frá 1-0 tapleiknum gegn Víkingi í síðustu umferð. Aron Sigurðarson missir sæti sitt í byrjnarliðinu og er kominn á bekkinn.

Ingi Freyr Hilmarsson fékk rautt í 0-0 jafntefli Þórs og Keflavíkur og er í banni í dag. Kristinn Þór Björnsson kemur inn í liðið.

Byrjunarlið Fjölnis:
12. Þórður Ingason (m)
3. Árni Kristinn Gunnarsson
4. Gunnar Már Guðmundsson
5. Bergsveinn Ólafsson
6. Atli Már Þorbergsson
8. Ragnar Leósson
9. Þórir Guðjónsson
16. Guðmundur Böðvar Guðjónsson
20. Illugi Þór Gunnarsson
22. Matthew Turner Ratajczak
29. Guðmundur Karl Guðmundsson

Byrjunarlið Þórs:
28. Sandor Matus (m)
5. Atli Jens Albertsson
6. Ármann Pétur Ævarsson
7. Orri Sigurjónsson
8. Kristinn Þór Björnsson
9. Jóhann Helgi Hannesson
10. Sveinn Elías Jónsson
11. Orri Freyr Hjaltalín
14. Hlynur Atli Magnússon
19. Sigurður Marinó Kristjánsson
23. Chukwudi Chijindu
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner