banner
   sun 27. júlí 2014 17:34
Daníel Freyr Jónsson
Costa og Zouma skoruðu í sigri Chelsea
Fabregas og Costa fagna fyrra marki Chelsea.
Fabregas og Costa fagna fyrra marki Chelsea.
Mynd: Getty Images
Olimpia 1 - 2 Chelsea
1-0 Nik Kapun ('40)
1-1 Diego Costa ('56)
1-2 Kurt Zouma ('64)

Nýju mennirnir Diego Costa og Kurt Zouma sáu um markaskorun Chelsea í 2-1 sigri liðsins á slóvenska liðinu Olimpia Ljubljana í æfingaleik í dag.

Costa og Zouma voru báðir í byrjunarliði Chelsea í dag, auk þess sem Spánverjinn Cesc Fabregas hóf leik á miðjunni.

Það voru heimamenn sem komust yfir í leiknum á 40. mínútu með marki Nik Kun með laglegu marki.

Diego Costa jafnaði hinsvegar metin í síðari hálfleik eftir stuðsendingu Fabregas, áður en Zouma skoraði sigurmark þeirra bláklæddu þegar hann kom knettinum í netið eftir skot Fernando Torres.

Var þetta fjórði æfingaleikur Chelsea í sumar, en liðið leikur næst gegn Vitesse á miðvikudaginn.

Byrjunarlið Chelsea: Delac; Azpilicueta, Zouma, Cahill (c), Luis; Fabregas, Matic; Salah, Boga, Brown; Costa.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner