Barcelona vill Díaz frá Liverpool - Úlfarnir skoða markverði - City til í að hlusta á tilboð í Grealish
   sun 27. júlí 2014 20:32
Daníel Freyr Jónsson
Garry Monk: Gylfi Þór er toppleikmaður
Gylfi var aðalskotmark Swansea í sumar
Garry Monk er ánægður með að hafa klófest Gylfa.
Garry Monk er ánægður með að hafa klófest Gylfa.
Mynd: Getty Images
Gylfi Þór Sigurðsson.
Gylfi Þór Sigurðsson.
Mynd: Heimasíða Swansea
Gylfi Þór Sigurðsson markaði endurkomu sína til Swansea í dag með því að skora tvö mörk í æfingaleik gegn Plymouth.

Swansea keypti Gylfa á dögunum frá Tottenham, en landsliðsmaðurinn lék sem kunnugt er með velska liðinu seinni hluta leiktíðarinnar 2011-12. Skoraði hann þá sjö mörk í 17 leikjum og er hann í miklu uppáhaldi á meðal stuðningsmanna liðsins.

Garry Monk, stjóri Swansea, hrósaði Gylfa í hástert eftir leikinn gegn Plymouth í dag. Leikurinn endaði 4-0, en staðan var 1-0 þegar Gylfi kom inn á. Skoraði hann tvö mörk og lagði upp það þriðja á síðustu 20 mínútum leiksins.

,,Frá upphafi sumars var Gylfi sá leikmaður sem ég virkilega vildi fá hingað sem fyrst," sagði Monk eftir leikinn.

,,Hann er topp leikmaður - í rauninni betri en þegar hann var hérna síðast. Hann kom og lét strax að sér kveða í dag. Hann kemur með aukin gæði í hópinn okkar, sem er eitthvað sem við viljum."

,,Það hjálpar til að hann veit hvernig félagið virkar. Hann þekkir mig vel, sem og nokkra leikmenn og það mun hjálpa honum í að aðlagast."
Athugasemdir
banner
banner
banner