Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   sun 27. júlí 2014 13:00
Elvar Geir Magnússon
Leikmaður Arsenal slóst á götunum til að fá pening
Alexis Sanchez ólst upp í mikilli fátækt.
Alexis Sanchez ólst upp í mikilli fátækt.
Mynd: Sunday Sun
Alexis Sanchez og eiginkona hans eru að festa kaup á glæsibýli í London sem kostar yfir milljarð íslenskra króna. En lífið var ekki alltaf svona gott fyrir þennan nýja leikmann Arsenal.

Sílemaðurinn var keyptur á 33 milljónir punda frá Barcelona og eru fótboltaáhugamenn spenntir fyrir því að sjá hann leika listir sínar í ensku úrvalsdeildinni.

En sem krakki ólst Sanchez upp í mikilli fátækt og betlaði fyrir pening. Hann sýndi heljarstökk á götum úti til að fá pening frá gangandi vegfarendum og barðist einnig við vini sína í sama tilgangi.

The Sunday Sun fjallar um málið í morgun í viðtali við bróðir Alexis, Humberto Sanchez.
Athugasemdir
banner
banner
banner