Arsenal endurnýjar áhuga á Luiz - Man Utd reynir við Todibo - Tottenham vill Sudakov
   sun 27. júlí 2014 19:59
Daníel Freyr Jónsson
Noregur: Björn Daníel með sigurmark Viking
Íslendingarnir í Viking.
Íslendingarnir í Viking.
Mynd: Rogalands Avis - Jørn H. Skjærpe
Viking fór upp um tvö sæti í norsku úrvalsdeildinni með því að leggja Brann á útivelli, 1-0.

Allir fimm Íslendingarnir voru í byrjunarliði Viking í dag. Þeir Björn Daníel Sverrisson, Sverrir Ingason og Indriði Sigurðsson léku allan leikinn á meðan þeim Jón Daða Böðvarssyni og Steinþóri Frey Þorsteinssyni var skipt af velli í síðari hálfleik.

Það var Björn Daníel skoraði eina mark leiksins á 34. mínútu. Markið skoraði hann með þrumufleyg sem fór af stönginni og í netið.

Birkir Már Sævarsson sat allan leikinn á varamannabekk Brann.

Viking situr í 6. sæti deildarinnar og hefur 26 stig úr 17 leikjum. Brann er á sama tíma í mikilli fallbaráttu og hefur 12 stig í næst neðsta sæti.
Athugasemdir
banner
banner
banner