Haaland, Toney, Gomes, Diomande, Gyokeres, Southgate, O'Neil, De Zerbi og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   sun 27. júlí 2014 18:54
Daníel Freyr Jónsson
Pepsi-deildin: Stjarnan lagði ÍBV - Loksins vann Fjölnir
Ólafur Karl skoraði fyrsta mark Stjörnunar.
Ólafur Karl skoraði fyrsta mark Stjörnunar.
Mynd: Ingólfur Hannes Leósson
Stjarnan situr á toppi Pepsi-deildarinnar þessa stundina eftir að liðið lagði ÍBV að velli á Samsung-vellinum, 2-0.

Fyrsta skoraði Evrópuhetjan Ólafur Karl Finsen með skalla á 29. mínútu eftir frábæra fyrirgjöf Arnars Márs Björgvinssonar.

Stjörnumenn kláruðu leikinn manni færri eftir að Daninn Michael Præst fékk að líta beint rautt spjald fyrir að slæma hendinni í andlit Andra Ólafssonar í skallaeinvígi. Það kom hinsvegar ekki að sök fyrir Garðbæinga þar sem Garðar Jóhannsson skoraði annað mark í blálokin.

Stjarnan er á toppi deildarinnar með 29 stig, en FH getur endurheimt toppsætið þegar liðið mætir Fylki í kvöld.

Þá vann Fjölnir sinn fyrsta leik í hátt í 3 mánuði þegar liðið vann 4-1 sigur á Þór á heimavelli.

Bergsveinn Ólafsson, Guðmundur Karl Guðmundsson, Gunnar Már Guðmundsson komu Fjölni í 3-0 í fyrri hálfleik. Þórði Birgyssini tókst að klóra í bakkann undir lokin fyrir Þór, áður en Ágúst Örn Arnarson bætti fjórða marki heimamanan við.

Var þetta fyrsti sigur Fjölnis síðan í 2. umferð og hef

Fjölnir 4 - 1 Þór
1-0 Bergsveinn Ólafsson ('7)
2-0 Guðmundur Karl Guðmundsson ('32)
3-0 Gunnar Már Guðmundsson ('45)
3-1 Þórður Birgisson ('87)
4-1 Ágúst Örn Arnarson ('89)

Stjarnan 2 - 0 ÍBV
1-0 Ólafur Karl Finsen ('29)
2-0 Garðar Jóhannsson ('90)

Rautt spjald: Michael Præst, Stjarnan ('86)
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner