Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   mán 27. júlí 2015 22:21
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
4. deild: Árborg lagði Hamar - Þróttur V. vann Stál-úlf í markaleik
Þróttur V. og Árborg eigast hér við
Þróttur V. og Árborg eigast hér við
Mynd: Sunnlenska.is - Guðmundur Karl
Í kvöld voru tveir leikir í 4. deild karla, en það voru leikir í A- og C-riðli.

Í A-riðli sneri Árborg aftur í toppsætið eftir mikilvægan sigur á Hamar, 2-1.

Árborg er í efsta sæti A-riðils með 25 stig á meðan er Hamar í þriðja sæti með 18 stig.

Þróttur V. er komið með sex stiga forskot á toppi C-riðils eftir 5-3 sigur á Stál-úlfi.

Stál-úlfur er aftur á móti í fimmta sæti riðilsins með 13 stig.

A-riðill
Árborg 2-1 Hamar

1-0 Magnús Helgi Sigurðsson
1-1 Anton Freyr Óskarsson ('17, sjálfsmark)
2-1 Hartmann Antonsson ('40)

C-riðill
Þróttur V. 5-3 Stál-úlfur

1-0 Hafþór Ægir Vilhjálmsson ('6)
2-0 Halldór Arnar Hilmarsson ('9)
3-0 Andri Gíslason ('19)
3-1 Mateusz Tomasz Lis ('42)
4-1 Einar Helgi Helgason ('56)
4-2 Sigþór Marvin Þórarinsson ('59)
4-3 Diego Sebastián S Marínez ('93)
5-3 Páll Guðmundsson ('95)

Athugasemdir
banner
banner
banner